Heill heimur býður upp á PIT meðferð fyrir einstaklinga auk fyrirlestra og námskeiða á sviði meðvirkni og núvitundar.
Sérstakar áherslur: Meðvirkni - orsakir og afleiðingar, birtingarmyndir í daglegu lífi, s.s. brotin sjálfsmynd, erfiðleikar með að setja sjálfum sér og öðrum heilbrigð mörk, spenna og erfiðleikar í samböndum og samskiptum. Ráðgjöfin byggir á áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody, sem skoðar áhrif fjölskyldunnar á uppvöxt okkar og þroskaferil. Meðvirkni þróast í uppvextinum í óheilbrigðum fjölskyldumynstrum. Þau verða m.a. til vegna andlegra eða líkamlegra veikinda foreldra eða barns, fíknar, stjórnleysis eða vangetu foreldra/uppalenda til að veita þá næringu sem til þarf svo barn geti þroskast og orðið heill fullorðinn einstaklingur, með heilbrigða sjálfsmynd, fær um að eiga í heilbrigðum samböndum og samskiptum í lífi og starfi. Módelið hefur verið í stöðugri þróun en um 40 ár eru síðan hjúkrunarfræðingurinn Pia Mellody hóf þessa vegferð, sem varð upphafið að módelinu, sem hefur verið í stöðugri þróun af fagfólki á The Meadows í Arizona. Upplýsingar um námið (Post Induction Therapy: https://www.themeadows.com/workshops/post-induction-therapy-pit/ „Að vera til staðar í eigin lífi er besta gjöf sem við getum gefið okkur sjálfum og öðrum“. |
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
|
Hvert skref er lífið sjálft Það var sólríkur dagur í sveitinni, heiðskýr himinn og sólin átti greiðan aðgang inn um stóra glugga sumarhússins. Sólin lýsti einnig upp hjarta mitt og ég tók létt dansspor á meðan ég undirbjó morgunverðinn minn. Ég fann fyrir mikilli gleði og fylltist þakklæti fyrir lífið og þetta dásamlega sólríka andartak sem það færði mér. Ég opnaði út á verönd, andaði að mér gróðurilminum og heyrði að fuglarnir voru að syngja sitt ljúfasta lag. Mig langaði allt í einu að deila þssari dýrð með einhverjum og eins og sannri nútímamanneskju sæmir greip ég símann minn og sendi vinkonu minni skilaboð um að ég væri stödd í paradís.
Meira |
AndráinHugleiðsla er boð um að taka eftir takmörkunum okkar og láta ekki ótta og von leiða okkur af braut. Gegnum hugleiðslu getum við séð skýrt hvað er að gerast með hugsanir okkar og tilfinningar og við getum líka sleppt af þeim takinu. Það sem er hvetjandi við hugleiðslu, er að jafnvel þótt við lokum, þá getum við ekki lengur gert það í fávísi. Við sjáum skýrt að við erum að loka. Það í sjálfu sér varpar ljósi á myrkur fávísinnar. Við verðum fær um að taka eftir hvernig við hlaupum í felur og höldum okkur uppteknum svo við þurfum aldrei að opna hjarta okkar upp á gátt. Við verðum líka fær um að sjá hvernig við getum opnað og gefið eftir.
- Pema Chödron |
NámskeiðHeill heimur og Chris John bjóða upp á djúpa 4 daga áfalla-og meðvirknivinnu. Einstakt tækifæri ef þú vilt vinna úr áföllum í æsku á áhrifaríkan hátt í nærandi umhverfi, öðlast dýpri innsýn í þau miklu áhrif sem fjölskyldan hefur á uppvöxtinn og taka skref í átt að breyttu og betra lífi.
Dagskráin hefst fimmtudagsmorgun kl. 10 og lýkur sunnudag kl. 12.00. Hver dagur hefst á hugleiðslu og eftir morgunmat tekur við þétt dagskrá með fræðslu og öflugri meðferðarvinnu. Batterín verða hlaðin reglulega með hollum og gómsætum mat. Farið verður í gönguferðir út í náttúruna og á staðnum eru heitir pottar. Fyrir svefninn er boðið upp á góða slökun. Meira |