Má bjóða þér upp í dans: Ástarþrá og ástarfælni!
Viltu heilbrigðari samskipti og sambönd?
Viltu einlægni og nánd í stað spennu og fjarlægðar?
Viltu vera með opið hjarta án ótta við höfnun?
Viltu upplifa verðmæti þitt (sjálfsvirði) og geta sett heilbrigð mörk?
Hvenær: 16. nóvember
Tími:10:30-14.00
Hvar: Vallakór 4, Kópavogi
Verð: 23.000.-
Pör/hjón: 34.000
Námskeiðið fer að mestu fram á ensku.
Skráning
Á námskeiðinu verður fjallað um óheilbrigð mynstur í samböndum sem fara sama hringinn aftur og aftur (dans) og koma í veg fyrir þá einlægni og nánd sem einkennir heilrigð samskipti og sambönd.
Þetta er í daglegu tali kallað ástarþrá - ástarfælni (Love addiction & Love avoidance).
Hvar liggja rætur ástarþrár - ástarfælni, hverjar eru birtingarmyndirnar í samskiptum og samböndum (á við um öll sambönd okkar við aðra, ekki bara ástarsambönd).
Hvernig er dansinn þeirra - hvernig getum við áttað okkur á honum, skilið mynstur hans og þannig kallað fram breytingar og vöxt?
Ræturnar liggja oft djúpt og eiga uppruna sinn í tengslum (attachment) við uppalendur okkar.
Hversu mikil áhrif hefur fjölskyldumynstrið sem við ólumst upp í, áföll og vannæring (það sem gerðist og það sem vantaði)?
Námskeiðið er í formi fyrirlesturs en einnig verða þátttakendur leiddir í hugleiðslu þar sem tengt verður við líkama og hug.
Að silja mynstur samskipta og sambanda í lífi þínu getur fært þér frelsi frá sársauka auk gleði, sáttar og samkenndar!
Kennarar:
Chris John, Psychotherapist Msc, sérfræðingur í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody. Chris rekur sína eigin ráðgjafastofu í London en heldur námskeið víða um Evrópu auk þess að þjálfa fagfólk sem vinnur með áföll.
Nánari upplýsingar hér
Gyða Dröfn Tryggvadóttir starfar sem meðferðararaðili í áfalla-og uppeldisfræðum (PIT Therapy)sem daglega er kallað meðvirkni, kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar. Gyða Dröfn er lýðheilsufræðingur EMPH og lauk námi í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody. Hún hefur iðkað Zen hugleiðslu í 25 ár undir handleiðslu Zen meistarans Kwong Roshi.