• Heill heimur
  • Ráðgjöf - PIT meðferð
  • Um mig
  • Námskeið
  • Á döfinni
  • Fyrirlestrar
  • Greinar
  • Hafa samband
  Heill heimur

Gyða Dröfn

Gyða Dröfn Tryggvadóttir  er með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu (EMPH) frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur lokið námi í meðvirknifræðum Piu Mellody, sem skoða áhrif fjölskyldunnar á uppvöxt okkar og  þroskaferil. Meðvirkni verður til í æsku og þróast í uppvextinum vegna óheilbrigðra fjölskyldumynstra,  vangetu foreldra/uppalenda til að veita þá næringu sem til þarf svo að barn geti þroskast og orðið heill fullorðinn einstaklingur, með heilbrigða og góða sjálfsmynd, fær um að lifa sínu eigin lífi!

Gyða Dröfn hefur iðkað Zen hugleiðslu síðastliðin 20 ár undir handleiðslu Zen meistarans Jakusho Kwong Roshi, bæði hér á landi og á Sonoma Mountain Zen Center, þar sem hún hefur dvalið í lengri og skemmri tíma við hugleiðsluiðkun. Kjarninn í Zen iðkun er hugleiðsla, þar sem hugur og líkami eru í kyrrð og athyglin beinist að því sem á sér stað hér og nú. Iðkun hugleiðslu veitir innsýn í eigin hug og tilveru og eykur skilning á sjálfum okkar og lífi okkar.

Gyða Dröfn býður upp á ráðgjöf fyrir einstaklinga.
Viðtal 55 mín kostar kr. 16.000.-

Gyða Dröfn er með fyrirlestra og námskeið um meðvirkni fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki - hvernig meðvirkni verður til, hvernig hún þróast og hindrar okkur í að eiga heilbrigð samskipti við okkur sjálf og aðra. 


Heill heimur býður upp á núvitundarnámskeiðin Lífið er núna fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki.

​Til að panta tíma í ráðgjöf,  fyrirlestur eða námskeið er hægt að senda póst á netfangið: heillheimur@heillheimur.is eða hringja í síma 697 4545.
Einnig boðið upp á Skype/Face Time viðtöl.



Picture
Heill heimur  
heillheimur@heillheimur.is
​Vallakór 4, 203 Kópavogur
​Sími 697 4545

  • Heill heimur
  • Ráðgjöf - PIT meðferð
  • Um mig
  • Námskeið
  • Á döfinni
  • Fyrirlestrar
  • Greinar
  • Hafa samband