• Heill heimur
  • Ráðgjöf - PIT meðferð
  • Um mig
  • Námskeið
  • Á döfinni
  • Fyrirlestrar
  • Greinar
  • Hafa samband
  Heill heimur

Gyða Dröfn Tryggvadóttir

Gyða Dröfn Tryggvadóttir  er með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu (EMPH) frá Háskólanum í Reykjavík. 
Hún hefur lokið námi í uppeldis-og áfallafræðumn Piu Mellody (PIT Training for professionals)  
sem skoða áhrif fjölskyldunnar á uppvöxt okkar og  þroskaferil. Meðvirkni verður til í æsku og þróast í uppvextinum vegna óheilbrigðra fjölskyldumynstra,  vangetu foreldra/uppalenda til að veita viðeigandi næringu sem til þarf svo að barn geti þroskast og orðið heill fullorðinn einstaklingur, með heilbrigða og góða sjálfsmynd - fær um að lifa sínu eigin lífi!

Gyða Dröfn hefur iðkað Zen hugleiðslu síðastliðin 22 ár undir handleiðslu Zen meistarans Jakusho Kwong Roshi, bæði hér á landi og á Sonoma Mountain Zen Center, þar sem hún hefur dvalið í lengri og skemmri tíma við iðkun og nám. Hún hefur hlotið vígslu sem Zen nunna.
Kjarninn í Zen iðkun er hugleiðsla, þar sem hugur og líkami eru í kyrrð og athyglin beinist að því sem á sér stað hér og nú. Iðkun hugleiðslu veitir innsýn í eigin hug og tilveru og eykur skilning á sjálfum okkar og lífi okkar.

Menntun:
B.A. í félagsfræði frá Háskóla Íslands 
EMPH í lýðheislu og stjórnun heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum í Reykjavík 2010
Jógakennaranám - útskrifuð 2006
PIT Training for Professionals - útskrifuð 2014
​
Starfsreynsla:
Gyða Dröfn opnaði eigin meðferðarstofu undir nafninu  Heill heimur árið 2017.
Heill heimur er hluti Grænuhlíð, nýrri meðferðarstofu þar sem lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu fagfólks.

Gyða Dröfn er í samstarfi við Chris John, MSc, sálmeðferðarfræðing og PIT meðferðaraðila í London.
Hann var einn af kennurum hennar í náminu og  hafa þau verið í samstarfi síðan 2017.  
Þau bjóða reglulega upp á djúpa sjálfsvinnu í litlum hópum, bæði á Íslandi og í London.
Upplýsingar um Chris: https://www.chrisjohn.london

Gyða Dröfn er í samstarfi við Kristínu Sigurðardóttur,  slysa- og bráðalækni sem rekur fyrirtækið Á heildina litið.  Meðal verkefna sem þær vinna saman er námskeiðið Seigla, streita, samskipti, meðvirkni,  fyrir almenning sérhönnuð fyrir fagaðila, fyrirtæki og stofnanir. Þær eru í samstarfi við  Opna háskólann í Reykjavík fyrir atvinnulífið. Einng hafa erindi þeirra verið vinsæl fyrir starfsfólk og stjórnendur í stofnunum og fyrirtækjum.
Fésbókarsíða Á heildina litið: https://www.facebook.com/aheildinalitid

Gyða Dröfn er í samstarfi við Ástvald Zenki Traustason tónlistarmann og Zen kennara en saman bjóða þau m.a. upp á námskeiðið Ekki of seint að eiga hamingjuríka æsku. 
Upplýsingar um Ástvald Zenki: www.zenki.is

​
Gyða Dröfn hefur staðið fyrir heilsutengdum viðburðum og ráðstefnum síðan árið 2010 og má þar nefna ráðstefnurnar Vertu sólarmegin í lífinu (um D-vítamín), Styrkurinn felst í mýktinni ( Omega fitusýrur), Flott flóra ( meltingarflóran). Hún stóð að, ásamt hópi fagfólks, ráðstefnunni Hver hugar að heilsu þinni, sem var haldin fjórum sinnum  fyrir fullum sal í Stakka 2018, Salnum í Kópavogi árið 2019 og fyrir Læknafélag Íslands 2019. Þetta  var grunnur að þremur þingum á Læknadögum um heilsu, áföll og streitu árin 2021 og 2022.

Annað:
- Framkvæmdastjóri og meðeigandi  tónlistarskólans Tónheima  2000 - 2016 
- Verkefnastjóri Viku símenntunar, UT ráðstefna frá 2002 - 2006 á vegum  menntamálaráðuneytisins.
- Verkefnastjóri Starfsmenntaverðlauna Starfsmenntaráðs 2003-2006
- Áfengisráðgjafi á Vogi og meðferðarheimilinu Vík frá 1999 - 2000.
- Dagskrárgerðarkona á Ríkisútvarpinu frá 1989 - 1996 
- Þáttagerð á Ríkisútvarpinu í lausamennsku á árunum 2000-2011
- Sjónvarpsþula hjá Ríkissjónvarpinu 1992 - 1993 
- Greinaskrif í ýmis tímarit 1987 - 2005

Picture
Heill heimur  
heillheimur@heillheimur.is
Vallakór 4, 201 Kópavogur
​​​Sími 697 4545

  • Heill heimur
  • Ráðgjöf - PIT meðferð
  • Um mig
  • Námskeið
  • Á döfinni
  • Fyrirlestrar
  • Greinar
  • Hafa samband