Heill heimur
  • Heill heimur
  • Námskeið
    • Ekki of seint...
    • Meðvirkninámskeið
    • Má bjóða þér upp í dans?
  • Samtalsmeðferð
  • Um okkur
    • Gyða Dröfn Tryggvadóttir
    • Ástvaldur Traustason
  • seigla, streita, meðvirkni
  • Fyrirlestrar
  • Hafa samband

Hver er þín saga?

Heill heimur er meðferðarstofa sem býður upp á  meðferð fyrir einstaklinga.

Heill heimur býður einnig upp á fyrirlestra og námskeið á sviði meðvirkni og núvitundar fyrir almenning og fyrirtæki.

Sérstakar áherslur: Meðvirkni - orsakir og áhrif, birtingarmyndir í daglegu lífi, s.s. vanlíðan, ótti, kvíði, óheilbrigð streita, fíknir, lítið sjálfsvirði, erfiðleikar með að setja heilbrigð mörk, vandi og vanlíðan í samböndum og samskiptum.


Áfalla-og uppeldisfræði Piu Mellody skoðar áhrif fjölskyldunnar á uppvöxt okkar og  þroskaferil. Meðvirkni þróast í uppvextinum í óheilbrigðum fjölskyldumynstrum. Þau verða m.a. til vegna áfalla, andlegra eða líkamlegra veikinda foreldris eða barns, fíknar, stjórnleysis eða vangetu foreldra/uppalenda til að veita barni nægilega líkamlega, tilfinningalega og/eða andlega næringu, stuðning og öryggi.  
​Á fullorðinsárum hefur þetta áhrif á m.a. upplifun á eigin virði (sjálfsmynd), færni í að eiga í heilbrigðum samböndum og samskiptum í lífi og starfi.
 

Samkenndarnálgun (Comassionate Inquiery) er leið til sjálfsskoðunar, samkenndar og sáttar í eigin lífi. Samkenndarnálgun er aðferð sem leitast við að skoða rætur þeirra undirliggjandi og ómeðvituðu viðhorfa sem stjórna þínu lífi. Komast að rótum þeirra og skilja hvernig þau urðu til og af hverju í því augnamiði að sleppa takinu á þeim.
Picture
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
Picture
Ástvaldur Zenki Traustason

Námskeið 2025

Picture

Ekki of seint að eiga hamingjuríka æsku

Hvenær:   Haust 2025
Tími:  09.30 - 16:00
Hvar:  Vallakór 4, Kópavogi
Verð:  45.000.-
Hámark 10 þátttakendur
​

​Meira um námskeiðið
Picture

Meðvirkninámskeið 19. ágúst 

Hvenær: 19. ágúst 2025
Hvar: Vallakór 4, Kópavogi
Verð kr. 23.000 
​

​
​Meira um námskeiðið
Picture

Seigla, streita, meðvirkni og samskipti!

 Hvenær: 28.-31.. október 2025
Hvar: Hótel Grímsborgum
Verð: 240.000 kr. (með fyrirvara)
Innifalið: Gisting í 3 nætur í 2ja manna herbergi, matur og öll dagskrá. Möguleiki á einstaklingsherbergi
Fjöldi þátttakenda: Hámark 20
Nánari upplýsingar og skráning: [email protected] 
Sími: 697 4545

Námskeiðið er styrkt  af flestum starfsmenntunarsjóðum stéttarfélaga 

Meira um námskeiðið
Picture
Heill heimur  
[email protected]
Vallakór 4, 201 Kópavogur
​​​Gyða Dröfn: 697 4545
Ástvaldur: 896 9828

  • Heill heimur
  • Námskeið
    • Ekki of seint...
    • Meðvirkninámskeið
    • Má bjóða þér upp í dans?
  • Samtalsmeðferð
  • Um okkur
    • Gyða Dröfn Tryggvadóttir
    • Ástvaldur Traustason
  • seigla, streita, meðvirkni
  • Fyrirlestrar
  • Hafa samband