Fyrirlestrar og námskeið fyrir fyrirtæki/stofnanir/félög
Heill heimur og Á heildina litið bjóða upp á fyrirlestra og námskeið um streitu, seiglu, meðvirkni, samskipti og núvitund
sem sérsniðnir er eftir óskum og þörfum.
Gyða Dröfn Tryggvadóttir starfar sem meðferðaraðili, kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar.
Gyða Dröfn er lýðheilsufræðingur EMPH og lauk námi i í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody.
Hún hefur iðkað Zen hugleiðslu í 20 ár undir handleiðslu Zen meistarans Kwong Roshi.
Heill heimur - fésbókarsíða: https://www.facebook.com/heillheimur/
Kristín Sigurðardóttir er slysa- og bráðalæknir. Hún hefur megnið af sinni starfsævi verið að sinna þeim sem veikst hafa eða slasast en síðastliðin ár í auknum mæli beint kröftum sínum að heilsueflingu og streituforvörnum. Hún hefur ráðlagt fólki hvernig auka megi seiglu og takast á við álag, en einnig hvernig hægt sé að nýta streituna sem afl til að takast á við áskoranir og breytingar.
Fésbókarsíða Á heildina litið: https://www.facebook.com/aheildinalitid/
Streita:
Lífið býður stöðugt upp á nýjar áskoranir og það er mikilvægt fyrir okkur sem manneskjur að geta tekist á við þær. Við þurfum að nýta streituna til þess á jákvæðan hátt en ekki leyfa henni að buga okkur. Viðvarandi álag er ekki gott og ekki hollt að streitukerfið sé alltaf í gangi, það getur leitt til kulnunar í lífi og starfi. Því er nauðsynlegt að fá endurheimt og hvíld á milli.
Meðvirkni:
Hvað er meðvirkni og hvaða áhrif getur hún haft á samskipti okkar á vinnustaðnum og starfsumhverfið allt? Hvernig verður meðvirkni til og hvaða áhrif og afleiðingar getur hún haft í okkar persónulega lífi og starfi? Meðvirkni rænir okkur möguleikanum á að eiga í heilbrigðum sambandöndum og samskiptum.
H-in til heilla (seigla):
Hæfni einstaklinga til að takast á við breytingar og erfiðleika. Lífið er ekki alltaf auðvelt og það getur verið bæði erfitt og flókið að vera manneskja. Það skiptir því miklu máli hvernig við tökumst á við breytingar og mótlæti. Það er margt sem við getum sjálf gert, til að auka seiglu okkar og streituþol.
Núvitund:
Núvitund er að vera til staðar í eigin lífi – hér og nú. Að vera til staðar er að tengja við okkar eigin hug og hjarta, tilfinningar sem við sem manneskjur eigum sameiginlegar, s.s. sárskauka, ótta, reiði, gleði og ást. Að vera þannig til staðar er ein besta gjöf sem við getum gefið sjálfum okkur og öðrum.
Meðmæli
Gyða Dröfn kom til okkar í Kolibri og hélt bæði fyrirlestur og vinnustofu um meðvirkni. Efnið, sem Gyða kom frá sér með mjög skýrum hætti, hafði strax áhrif í teymum og samskiptum bæði innan fyrirtækisins sem utan. Sameiginlegur skilningur og orðaforði um meðvirkni hefur orðið til þess að við erum langtum betri að koma auga á hana þegar hún gluggar upp, og koma í veg fyrir hana með skilvirkri endurgjöf og markasetningu. Tvö lykilatriði í góðri teymisvinnu.
Björk Brynjarsdóttir
Heill heimur og Á heildina litið bjóða upp á fyrirlestra og námskeið um streitu, seiglu, meðvirkni, samskipti og núvitund
sem sérsniðnir er eftir óskum og þörfum.
Gyða Dröfn Tryggvadóttir starfar sem meðferðaraðili, kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar.
Gyða Dröfn er lýðheilsufræðingur EMPH og lauk námi i í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody.
Hún hefur iðkað Zen hugleiðslu í 20 ár undir handleiðslu Zen meistarans Kwong Roshi.
Heill heimur - fésbókarsíða: https://www.facebook.com/heillheimur/
Kristín Sigurðardóttir er slysa- og bráðalæknir. Hún hefur megnið af sinni starfsævi verið að sinna þeim sem veikst hafa eða slasast en síðastliðin ár í auknum mæli beint kröftum sínum að heilsueflingu og streituforvörnum. Hún hefur ráðlagt fólki hvernig auka megi seiglu og takast á við álag, en einnig hvernig hægt sé að nýta streituna sem afl til að takast á við áskoranir og breytingar.
Fésbókarsíða Á heildina litið: https://www.facebook.com/aheildinalitid/
Streita:
Lífið býður stöðugt upp á nýjar áskoranir og það er mikilvægt fyrir okkur sem manneskjur að geta tekist á við þær. Við þurfum að nýta streituna til þess á jákvæðan hátt en ekki leyfa henni að buga okkur. Viðvarandi álag er ekki gott og ekki hollt að streitukerfið sé alltaf í gangi, það getur leitt til kulnunar í lífi og starfi. Því er nauðsynlegt að fá endurheimt og hvíld á milli.
Meðvirkni:
Hvað er meðvirkni og hvaða áhrif getur hún haft á samskipti okkar á vinnustaðnum og starfsumhverfið allt? Hvernig verður meðvirkni til og hvaða áhrif og afleiðingar getur hún haft í okkar persónulega lífi og starfi? Meðvirkni rænir okkur möguleikanum á að eiga í heilbrigðum sambandöndum og samskiptum.
H-in til heilla (seigla):
Hæfni einstaklinga til að takast á við breytingar og erfiðleika. Lífið er ekki alltaf auðvelt og það getur verið bæði erfitt og flókið að vera manneskja. Það skiptir því miklu máli hvernig við tökumst á við breytingar og mótlæti. Það er margt sem við getum sjálf gert, til að auka seiglu okkar og streituþol.
Núvitund:
Núvitund er að vera til staðar í eigin lífi – hér og nú. Að vera til staðar er að tengja við okkar eigin hug og hjarta, tilfinningar sem við sem manneskjur eigum sameiginlegar, s.s. sárskauka, ótta, reiði, gleði og ást. Að vera þannig til staðar er ein besta gjöf sem við getum gefið sjálfum okkur og öðrum.
Meðmæli
Gyða Dröfn kom til okkar í Kolibri og hélt bæði fyrirlestur og vinnustofu um meðvirkni. Efnið, sem Gyða kom frá sér með mjög skýrum hætti, hafði strax áhrif í teymum og samskiptum bæði innan fyrirtækisins sem utan. Sameiginlegur skilningur og orðaforði um meðvirkni hefur orðið til þess að við erum langtum betri að koma auga á hana þegar hún gluggar upp, og koma í veg fyrir hana með skilvirkri endurgjöf og markasetningu. Tvö lykilatriði í góðri teymisvinnu.
Björk Brynjarsdóttir