Gyða Dröfn Tryggvadóttir er með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu (EMPH) frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur lokið námi í uppeldis-og áfallafræðumn Piu Mellody (PIT Training for Professionals) sem skoðar áhrif fjölskyldunnar á uppvöxt okkar og þroskaferil. Meðvirkni verður til í æsku og þróast í uppvextinum vegna óheilbrigðra fjölskyldumynstra, vangetu foreldra/uppalenda til að veita viðeigandi næringu, stuðning og öryggi sem til þarf svo að barn geti þroskast og orðið heill fullorðinn einstaklingur, með heilbrigða og góða sjálfsmynd - fær um að lifa sínu eigin lífi! Gyða Dröfn hefur iðkað Zen hugleiðslu síðastliðin 25 ár undir handleiðslu Zen meistarans Jakusho Kwong Roshi, bæði hér á landi og á Sonoma Mountain Zen Center, þar sem hún hefur dvalið í lengri og skemmri tíma við iðkun og nám. Hún hefur hlotið vígslu sem Zen nunna. Kjarninn í Zen iðkun er hugleiðsla, þar sem hugur og líkami eru í kyrrð og athyglin beinist að því sem á sér stað hér og nú. Iðkun hugleiðslu veitir innsýn í eigin hug og tilveru og eykur skilning á sjálfum okkar og lífi okkar. Menntun: PIT Training for Professionals - útskrifuð 2014 EMPH í lýðheislu og stjórnun heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum í Reykjavík 2010 Jógakennaranám - útskrifuð 2006 B.A. í félagsfræði frá Háskóla Íslands Námskeið: Past Life Regression Therapy - kennari Stephen Burgess. Haldið í Englandi í maí 2024 Beyond Breath and Ice - Eva Katrín Sigurðardóttir læknir. Hvammsvík 13.-16. okt. 2023 Breath retreat með James Nestor - Costa Rica 11.-18. mars 2023 Bodynamic - Somatic Developmental Psychology - Lene Wisbom í október 2022 The Wisdom of Trauma: Reclaiming Wholeness - Gabor Maté 4.7. mars 2021 Dáleiðslunám í meðferðardáleiðslu (220 stundir) - Dáleiðsluskóli Íslands 2019 Starfsreynsla: Gyða Dröfn opnaði eigin meðferðarstofu undir nafninu Heill heimur árið 2017, sem hún rekur í samvinnu við Ástvald Traustason. Gyða Dröfn er í samstarfi við Chris John, MSc, sálmeðferðarfræðing og PIT meðferðaraðila í London. Hann var einn af kennurum hennar í náminu og hafa þau verið í samstarfi síðan 2017. Þau bjóða reglulega upp á djúpa sjálfsvinnu í litlum hópum, bæði á Íslandi og í London. Upplýsingar um Chris: https://www.chrisjohn.london Gyða Dröfn er í samstarfi við Kristínu Sigurðardóttur, slysa- og bráðalækni sem rekur fyrirtækið Á heildina litið. Meðal verkefna sem þær vinna saman er námskeiðið Seigla, streita, samskipti, meðvirkni, fyrir almenning svo og sérhönnuð fyrir fagaðila, fyrirtæki og stofnanir. Erindi þeirra eru vinsæl fyrir starfsfólk og stjórnendur í stofnunum og fyrirtækjum. Fésbókarsíða Á heildina litið: https://www.facebook.com/aheildinalitid Gyða Dröfn er í samstarfi við Ástvald Zenki Traustason tónlistarmann og Zen kennara en saman bjóða þau m.a. upp á námskeiðið Ekki of seint að eiga hamingjuríka æsku. Upplýsingar um Ástvald Zenki: www.zenki.is Gyða Dröfn hefur staðið fyrir heilsutengdum viðburðum og ráðstefnum síðan árið 2010 og má þar nefna ráðstefnurnar Vertu sólarmegin í lífinu (um D-vítamín), Styrkurinn felst í mýktinni (Omega fitusýrur), Flott flóra (meltingarflóran). Hún stóð að, ásamt hópi fagfólks, ráðstefnunni Hver hugar að heilsu þinni, sem var haldin fjórum sinnum fyrir fullum sal í Stakka 2018, Salnum í Kópavogi árið 2019 og fyrir Læknafélag Íslands 2019. Þetta var grunnur að þremur þingum á Læknadögum um áföll og streitu árin 2021 og 2022. Annað: - Framkvæmdastjóri og meðeigandi tónlistarskólans Tónheima 2000 - 2016 - Verkefnastjóri Viku símenntunar, UT ráðstefna frá 2002 - 2006 á vegum menntamálaráðuneytisins. - Verkefnastjóri Starfsmenntaverðlauna Starfsmenntaráðs 2003-2006 - Áfengisráðgjafi á Vogi og meðferðarheimilinu Vík frá 1999 - 2000. - Dagskrárgerðarkona á Ríkisútvarpinu frá 1989 - 1996 - Þáttagerð á Ríkisútvarpinu í lausamennsku á árunum 2000-2011 - Sjónvarpsþula hjá Ríkissjónvarpinu 1992 - 1993 - Greinaskrif í ýmis tímarit 1987 - 2005 |