• Heill heimur
  • Ráðgjöf
  • Um mig
  • Námskeið
  • Fyrirlestrar
  • Greinar
  • Hafa samband
  Heill heimur

Námskeið

Lifðu lífi þínu til fulls: Streita, meðvirkni, seigla og núvitund!
​ 4.-7. maí 2021

Picture
Hvenær: 4.-7. maí 2021
Námskeiðið hefst á þriðjud. kl. 10.00 og lýkur kl. 14.00 á föstudegi.
Hvar: Hótel Grímsborgir
Verð kr. 174.000
Innifalið: Gisting í 3 nætur, matur og öll dagskrá.
Nánari upplýsingar og skráning: heillheimur@heillheimur.is 
Sími 697 4545
Skráning: heillheimur@heillheimur.is

Námskeiðið er styrkt  af starfsmenntunarsjóðum stéttarfélaga.

​

​Viltu :

- skapa meira jafnvægi í lífi og starfi
- efla sjálfsvirði
- læra að setja heilbrigð mörk
- auka streituþol og nýta streituna til góðs
- byggja upp heilbrigðari sambönd
- efla seiglu til að takast á við breytingar og áskoranir lífsins
- minnka spennu í samskiptum
- vera betur til staðar hverju andartaki
- koma í veg fyrir kulnun
- í góðum tengslum við eigið innsæi

Fjögurra daga námskeið þar sem athyglinni er beint að streitu og meðvirkni, einkennum og áhrifum á líf og starf, m.a. andlega- og líklamlega líðan, sambönd og samskipti. Unnið er með leiðir til að efla seiglu og tengja við hug og hjarta í núvitund.
Námskeiðið er í formi fyrirlestra, æfinga, hópavinnu, hugleiðsla og viðveru í náttúrunni.

Hlúð er vel að þátttakendum, bæði líkamlega og andlega á dásamlegum stað í fallegri náttúru. Heilnæmur matur og gisting á lúxusstaðnum Hótel Grímsborgum, sem er einstaklega friðsæll staður með fallega fjallasýn.

Gyða Dröfn Tryggvadóttir starfar sem meðvirkniráðgjafi, kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar.
Gyða Dröfn er lýðheilsufræðingur EMPH og sérfræðingur í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody. Hún hefur iðkað Zen hugleiðslu í 20 ár undir handleiðslu Zen meistarans Kwong Roshi.

Kristín Sigurðardóttir er slysa- og bráðalæknir. Hún hefur megnið af sinni starfsævi verið að sinna þeim sem veikst hafa eða slasast en síðastliðin ár í auknum mæli beint kröftum sínum að heilsueflingu og streituforvörnum. Hún hefur ráðlagt fólki hvernig auka megi seiglu og takast á við álag, en einnig hvernig hægt sé að nýta streituna sem afl til að takast á við áskoranir og breytingar

Streita:
Lífið býður stöðugt upp á nýjar áskoranir og það er mikilvægt fyrir okkur sem manneskjur að geta tekist á við þær. Við þurfum að nýta streituna til þess á jákvæðan hátt en ekki leyfa henni að buga okkur. Viðvarandi álag er ekki gott og ekki hollt að streitukerfið sé alltaf í gangi, það getur leitt til kulnunar í lífi og starfi. Því er nauðsynlegt að fá endurheimt og hvíld á milli.

Meðvirkni:
Meðvirkni rænir okkur möguleikanum á að upplifa einlægni og nánd heilbrigðra sambanda og samskipta. Í meðvirkni eigum við m.a. erfitt með að upplifa okkar sjálfsvirði, næra okkur á viðeigandi hátt og setja öðrum heilbrigð mörk. Ræturnar liggja oft djúpi en með því að þekkja orsakir, einkenni og afleiðingar meðvirkni getum við breytt gömlum og óheilbrigðum hugsana- og hegðunarmynstrum, okkur og öðrum til heilla.

Seigla:
Hæfni einstaklinga til að takast á við breytingar og erfiðleika. Lífið er ekki alltaf auðvelt og það getur verið bæði erfitt og flókið að vera manneskja. Það skiptir því miklu máli hvernig við tökumst á við breytingar og mótlæti. 
Það er margt sem við getum sjálf gert, til að auka seiglu okkar og streituþol.

Núvitund:
Núvitund er að vera til staðar í eigin lífi – hér og nú. Að vera til staðar er að tengja við okkar eigin hug og hjarta, tilfinningar sem við sem manneskjur eigum sameiginlegar, s.s. sárskauka, ótta, reiði, gleði og ást. Að vera þannig til staðar er ein besta gjöf sem við getum gefið sjálfum okkur og öðrum.


_________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

Læknislistin og lífið - í samvinnu við Læknafélag Íslands

Picture
Hvenær: 15.- 19. mars 2021
Námskeiðið hefst á mánudagsmorgni kl. 10.00 og lýkur kl. 15.00 á föstudegi.
Hvar: Hótel Grímsborgir
Verð kr. 284.000
Innifalið: Gisting í 4 nætur, matur og öll dagskrá.
Skráning: solveig@lis.is eða heillheimur@heillheimur.is

Nánari upplýsingar: Kristín 860 8895 / Gyða Dröfn 697 4545         
Takmarkaður fjöldi

Fimm daga námskeið sem er sérsniðið fyrir lækna í samvinnu við Læknafélag Íslands. Áhersla er lögð á streitu, seiglu, svefn og líkamsklukkuna, álag og ósjálfráða taugakerfið (Polyvagal Theory), meðvirkni - orsakir, einkenni og áhrif á sambönd og samskipti. 

Námskeiðið er í formi fyrirlestra, æfinga, hópavinnu, hugleiðslu, slökunar og viðveru í náttúrunni.

Hlúð er vel að þátttakendum, bæði líkamlega og andlega á dásamlegum stað í fallegri náttúru. Heilnæmur matur og gisting á Hótel Grímsborgum, sem er einstaklega friðsæll staður með fallega fjallasýn.


Kristín Sigurðardóttir er slysa- og bráðalæknir. Hún hefur megnið af sinni starfsævi verið að sinna þeim sem veikst hafa eða slasast en síðastliðin ár í auknum mæli beint kröftum sínum að heilsueflingu og streituforvörnum. Hún hefur ráðlagt fólki hvernig auka megi seiglu og takast á við álag, en einnig hvernig hægt sé að nýta streituna sem afl til að takast á við áskoranir og breytingar
​

Gyða Dröfn Tryggvadóttir starfar sem meðvirkniráðgjafi, kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar.
Gyða Dröfn er lýðheilsufræðingur EMPH og sérfræðingur í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody. Hún hefur iðkað Zen hugleiðslu í 20 ár undir handleiðslu Zen meistarans Kwong Roshi.

Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur MPH.  Hún hefur sérhæft sig í offitumeðferðum og alhliða lífsstílsbreytingum. Erla starfar við greiningu og meðferð offitu í samstarfi við SÍ  ásamt fyrirlestrahaldi og fræðslu.


Streita:
Lífið býður stöðugt upp á nýjar áskoranir og það er mikilvægt fyrir okkur sem manneskjur að geta tekist á við þær. Við þurfum að nýta streituna til þess á jákvæðan hátt en ekki leyfa henni að buga okkur. Viðvarandi álag er ekki gott og ekki hollt að streitukerfið sé alltaf í gangi, það getur leitt til kulnunar í lífi og starfi. Því er nauðsynlegt að fá endurheimt og hvíld á milli.

Meðvirkni:
Meðvirkni rænir okkur möguleikanum á að upplifa einlægni og nánd heilbrigðra sambanda og samskipta. Í meðvirkni eigum við m.a. erfitt með að upplifa okkar sjálfsvirði, næra okkur á viðeigandi hátt og setja öðrum heilbrigð mörk. Ræturnar liggja oft djúpi en með því að þekkja orsakir, einkenni og afleiðingar meðvirkni getum við breytt gömlum og óheilbrigðum hugsana- og hegðunarmynstrum, okkur og öðrum til heilla.

Seigla:
Hæfni einstaklinga til að takast á við breytingar og erfiðleika. Lífið er ekki alltaf auðvelt og það getur verið bæði erfitt og flókið að vera manneskja. Það skiptir því miklu máli hvernig við tökumst á við breytingar og mótlæti. 
Það er margt sem við getum sjálf gert, til að auka seiglu okkar og streituþol.

Núvitund:
Núvitund er að vera til staðar í eigin lífi – hér og nú. Að vera til staðar er að tengja við okkar eigin hug og hjarta, tilfinningar sem við sem manneskjur eigum sameiginlegar, s.s. sárskauka, ótta, reiði, gleði og ást. Að vera þannig til staðar er ein besta gjöf sem við getum gefið sjálfum okkur og öðrum.

​_________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

Lifðu lífi þínu til fulls: Streita, meðvirkni, seigla og núvitund!
​ 2.-5. febrúar 2021

Hvenær: 2.-5. febrúar 2021
Námskeiðið hefst á þriðjudagsmorgni kl. 10.00 og lýkur kl. 15.00 á föstudegi.
Hvar: Staðfest síðar
Verð kr. 174.000
Innifalið: Gisting í 3 nætur, matur og öll dagskrá.
Nánari upplýsingar og skráning: heillheimur@heillheimur.is 
Sími 697 4545
Takmarkaður fjöldi

Hægt er að sækja um styrk til stéttarfélaga.

Viltu :
- skapa meira jafnvægi í lífi og starfi
- efla sjálfsvirðinguna
- læra að setja heilbrigð mörk?
- auka streituþol og nýta streituna til góðs
- byggja upp heilbrigðari sambönd
- efla seiglu til að takast á við breytingar og áskoranir lífsins
- minnka spennu í samskiptum
- vera betur til staðar hverju andartaki
- koma í veg fyrir kulnun
- í góðum tengslum við eigið innsæi

Fjögurra daga námskeið þar sem athyglinni er beint að streitu og meðvirkni, einkennum og áhrifum á líf og starf, m.a. andlega- og líklamlega líðan, sambönd og samskipti. Unnið er með leiðir til að efla seiglu og tengja við hug og hjarta í núvitund.
Námskeiðið er í formi fyrirlestra, æfinga, hópavinnu, hugleiðsla og viðveru í náttúrunni.

Hlúð er vel að þátttakendum, bæði líkamlega og andlega á dásamlegum stað í fallegri náttúru. Heilnæmur matur og gisting á lúxusstaðnum Hótel Grímsborgum, sem er einstaklega friðsæll staður með fallega fjallasýn.

Gyða Dröfn Tryggvadóttir starfar sem meðvirkniráðgjafi, kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar.
Gyða Dröfn er lýðheilsufræðingur EMPH og sérfræðingur í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody. Hún hefur iðkað Zen hugleiðslu í 20 ár undir handleiðslu Zen meistarans Kwong Roshi.

Kristín Sigurðardóttir er slysa- og bráðalæknir. Hún hefur megnið af sinni starfsævi verið að sinna þeim sem veikst hafa eða slasast en síðastliðin ár í auknum mæli beint kröftum sínum að heilsueflingu og streituforvörnum. Hún hefur ráðlagt fólki hvernig auka megi seiglu og takast á við álag, en einnig hvernig hægt sé að nýta streituna sem afl til að takast á við áskoranir og breytingar

Streita:
Lífið býður stöðugt upp á nýjar áskoranir og það er mikilvægt fyrir okkur sem manneskjur að geta tekist á við þær. Við þurfum að nýta streituna til þess á jákvæðan hátt en ekki leyfa henni að buga okkur. Viðvarandi álag er ekki gott og ekki hollt að streitukerfið sé alltaf í gangi, það getur leitt til kulnunar í lífi og starfi. Því er nauðsynlegt að fá endurheimt og hvíld á milli.

Meðvirkni:
Meðvirkni rænir okkur möguleikanum á að upplifa einlægni og nánd heilbrigðra sambanda og samskipta. Í meðvirkni eigum við m.a. erfitt með að upplifa okkar sjálfsvirði, næra okkur á viðeigandi hátt og setja öðrum heilbrigð mörk. Ræturnar liggja oft djúpi en með því að þekkja orsakir, einkenni og afleiðingar meðvirkni getum við breytt gömlum og óheilbrigðum hugsana- og hegðunarmynstrum, okkur og öðrum til heilla.

Seigla:
Hæfni einstaklinga til að takast á við breytingar og erfiðleika. Lífið er ekki alltaf auðvelt og það getur verið bæði erfitt og flókið að vera manneskja. Það skiptir því miklu máli hvernig við tökumst á við breytingar og mótlæti.
Það er margt sem við getum sjálf gert, til að auka seiglu okkar og streituþol.

Núvitund:
Núvitund er að vera til staðar í eigin lífi – hér og nú. Að vera til staðar er að tengja við okkar eigin hug og hjarta, tilfinningar sem við sem manneskjur eigum sameiginlegar, s.s. sárskauka, ótta, reiði, gleði og ást. Að vera þannig til staðar er ein besta gjöf sem við getum gefið sjálfum okkur og öðrum.


11.  maí 2020: Lifðu þínu eigin lífi - meðvirkninámskeið ​

Picture

​Námskeið um meðvirkni - hvernig hún þróast í uppvextinum og hindrar okkur í að eiga heilbrigð samskipti við okkur sjálf og aðra.  Meðvirkni rænir okkur möguleikanum á að upplifa einlægni og nánd heilbrigðra sambanda og samskipta. 

Viltu :

- efla sjálfsvirðinguna?
- læra að setja heilbrigð mörk?
- minnka spennu í samskiptum
- byggja upp heilbrigðari sambönd




Gyða Dröfn Tryggvadóttir er  meðvirkniráðgjafi svo og kennari og fyrirlesari á sviði núvitundar og meðvirkni. Gyða Dröfn er lýðheilsufræðingur EMPH og hefur lokið námi og þjálfun í meðvirknifræðum Piu Mellody. Hún hefur iðkað Zen hugleiðslu í 20 ár undir handleiðslu Zen meistarans Kwong Roshi.

Hvenær:  Laugardaginn 7. maí  frá 11-14.30.
Hvar: Heill heimur, Vallakór 4, Kópavogi
Verð: kr. 10.000

10% fjölskylduafsláttur
Skráning: Senda póst á heillheimur@heillheimur.is 
eða hringja í síma 697 4545

Umsagnir þátttakenda:

„Frábært námskeið í alla staði.  Ég er fullviss um að fyrir mig var þetta aðeins byrjunin á ferðalagi þar sem safnað verður í pokann meiri vitneskju um hvernig hægt sé að ná stjórn á eigin lífi ÁN MEÐVIRKNI Takk kærlega fyrir mig“ HM


„Ég hef alltaf tengt meðvirkni við einstaklinga og fjölskyldur sem hafa á einhvern hátt tengst áfengi eða fíkn af einhverju tagi en hef komist að því að svo er ekki.  
Af einskærri forvitni skráði ég mig á námskeið þar sem spurt var hvort ég vildi efla sjálfsvirðingu, læra að setja heilbrigð mörk, minnka spennu í samskiptum og byggja upp heilbrigðari sambönd? Þessi upptalning höfðaði til mín og ég komst að því á stuttu en hnitmiðuðu námskeiði sem Gyða Dröfn stýrði af alúð og hreinskilni að aðstæður á uppvaxtarárum mínum hafa markað dýpri spor en mig grunaði og hafa enn þann dag í dag áhrif á það hvernig ég bregst við ákveðnum aðstæðum. Eftir námskeiðið hef ég ákveðið að Það sé tímabært að gangast við þeim aðstæðum sem ég ólst upp við, uppá gott og vont. Ég hef ákveðið að bjóða fullorðna sjálfinu að taka við stýrinu í mínu lífi.
“ SBS

„Ég hélt að laugardagsmorgun á meðvirkninámskeiði yrði frekar dapur morgun en ákvað þó að skella mér, því það eru víst allir meðvirkir að einhverju leyti og kannski bara ég líka. Þessi laugardagsmorgun reyndist vera bæði skemmtilegur og jafnframt fræðandi. Gyða rúllaði upp dæmisögum, lýsingum og reynslusögum á svo lifandi og leikrænan hátt að fyrr en varði voru 4 klst. liðnar. Eftir þetta námskeið verður maður að minnsta kosti meðvitaður um birtingarmyndir  meðvirkninnar og það er skref í rétta átt.“ KÍ

Gyða Dröfn setur þetta upp á mjög skemmtilegan og líflegan hátt með dæmum og reynslusögum. En maður skynjaði líka alvarlegan undirtóninn. Að takast á við meðvirkni er langt ferðalag en ég er byrjuð á því og held ótrauð áfram. Takk fyrir frábært námskeið. PS

Lifðu lífinu til fulls  22. -25. október 2020

Picture
Kraftmikil sjáfsvinna þar sem sjónum  er beint að kjarnaeinkennum meðvirkni!

Þátttakendur öðlast góðan skilning á áhrifum og afleiðingum þess að alast upp í óheilbrigðu fjölskyldumynstri og djúplegum áhrifum þess á líf og starf á fullorðinsaldri. 

Vinnan byggist á einstaklings- og hópvinnu og er einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja segja skilið við óheilbrigð samskiptamynstur með því að taka sitt innra barn í fangið og byrja að ala sig upp aftur.


Dagskráin hefst fimmtudaginn 19. mars kl. 10.00 og lýkur sunnudaginn 22. mars. kl. 13.00. Hver dagur hefst á hugleiðslu og eftir morgunmat tekur við þétt dagskrá með fræðslu og öflugri sjálfsvinnu. Batterín verða hlaðin reglulega með hollum og gómsætum mat. Farið verður í gönguferðir út í náttúruna. boðið  uppá á slökun og hugleiðslu.

Verð kr. 280.000
Hámark 5 þátttakendur 
Innifalið: Einkaviðtal (undirbúningsviðtal), fjögurra daga sjálfsvinna og önnur dagskrá, matur og gisting í einstaklingsherbergi í 3 nætur. 

Leiðbeinendur eru: 
Chris John MSc, er sérfræðingur í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody, sem byggir á að vinna úr áföllum sem tengjast ofbeldi og/eða vanrækslu í uppvextinum. Chris rekur sína eigin ráðgjafastofu í London, heldur námskeið víða um Evrópu auk þess að kenna og þjálfa meðferðaraðila. Nánari upplýsingar: 
http://www.chrisjohn.london 

Gyða Dröfn Tryggvadóttir, lýðheilsufræðingur EMPH. Gyða hefur lokið námi og þjálfun í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody, hún hefur iðkað Zen hugleiðslu í 20 ár undir handleiðslu Zen meistarans Kwong Roshi og starfar sem ráðgjafi, kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar. www.heillheimur.is

Nánari upplýsingar og skráning á heillheimur@heillheimur.is  s. 697 4545 

Umsagnir þátttakenda:

​„Ég átti erfiða frumbernsku og æsku en mér hefur tekist nokkuð vel að koma mér áfram, hef verið “nagli”. En sum áföllin voru mér óljós og í önnur náði ég ekki til með “höfðinu”.  Það var ekki fyrr en ég fór í þetta djúpa og kröftuga ferðalag, sem fór handan við hugann, að ég náði að horfast í augu við áföllin sem lágu djúpt. Með einskærri virðingu og mýkt var ég leidd út úr hellinum og varpaðist ljósið á skuggana. Nú liggur ekki lengur óútskýrð þyngd á öxlum mínum. Þetta var magnað námskeið og hverrar krónu virði."  Helga G. Gunnarsdóttir

„Námskeið Chris og Gyðu var hreint út sagt frábært.  Hef stundað núvitund og kynnst ýmsum meðferðarleiðum en þessi nálgun fór dýpra. Námskeiðið hjálpaði mér að komast að rót óheilbrigðra samskipta (bæði við mig sjálfa og aðra) og veitti mér hagnýt tæki til að vinna mig út úr því samskiptamynstri og ná að vera meira ég sjálf. Mæli 100% með því!“  HL

„Á námskeiðinu komst ég í meiri tengsl við sjálfa mig og tilfinningar mínar.  Námskeiðið hefur hjálpað mér að sjá skýrar það sem skiptir máli í lífinu og ég skil betur hvernig ég hef brugðist við fólki og aðstæðum og afhverju. Sumir atburðir, allt frá barnæsku, hafa haft veruleg áhrif á líf mitt og ég er að átta mig betur á hvað ég hef grafið niður og ekki getað tekist á við og hvernig það hefur haft áhrif á daglegt líf mitt, samskipti við aðra og skapað hegðunarmynstur sem ég hef verið föst í. Með því að vera meira meðvituð um þetta hef ég getað byrjað að breyta mynstrinu sem ég var svo föst í að það hefði verið ómögulegt nema með aðstoð. Takk fyrir að opna augu mín“ KM

„Námskeiðið með Gyðu og Chris var mjög árangursríkt og sterkt og ég mæli með því fyrir hvern þann sem vill styrkja sig og ná sáttum við fortíðina.“ ÞK

„Get heilshugar mælt með þessu námskeiði. Hjálpaði mér að ná betri þroska og ró í sálina. Náði að koma auga á og byrja að breyta ýmsum skekkjum og viðbrögðum sem ég hafði áður þurft á að halda og vanist en voru ekki lengur að reynast mér vel. Vinnan hreinsaði verulega til og líðan mín er klárlega betri. Það er ekki eins auðvelt að valda mér vanlíðan og koma mér úr jafnvægi og ég hef mun betri stjórn á mínum viðbrögðum, sem eru eftir námskeiðið miklu heilbrigðari.“ KSS


„Þegar ég var hvattur til að sækja námskeiðið vissi ég ekki við hverju ég gæti búist. Þetta reyndist hins vegar vera mun sterkari og dýpri reynsla en mig hafði órað fyrir. Þetta námskeið kom mér kröftuglega af stað á nýrri braut sem ég finn að er að leiða til svo margra góðra hluta fyrir mitt líf. Þetta er mun öflugra en önnur vinna sem ég hef farið í gegnum með öðru fagfólki á þessu sviði. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir alla þá sem vilja þroskast inn í nýja og betri hluti í lífinu þar sem þessi vinna hefur áhrif á svo marga mismunandi þætti tilverunnar.“ MRH

Aldrei of seint að eiga hamingjuríka æsku -  29 febrúar - 1. mars 2020   LONDON - Uppselt

Picture

Your inner child is the emotional and gifted part of self and for many carries the wounds of childhood trauma. Inner child work helps to bring the lasting change so you can live a life of choice and find your true voice.
Inner child work empowers participants and enables them to let go of negative messages and defences from childhood. Will help participants to identify core issues that continue to manifest in unhealthy relationship patterns, unfulfilled career aspirations, codependency issues and more.
Through a series of exercises and group work you will learn how to bond and develop a trusting relationship with your inner child, which will help you heal the past and live your live more fully in the present.

Hvenær: 22. og 23.  febrúar frá 9.30-17

Verð: kr. 40.000 

Innifalið: Námskeiðsgjald, léttar veitingar

Hámark 10 þátttakendur 

Námskeiðið fer fram á íslensku og ensku.


Leiðbeinendur eru: 

Chris John MSc, psychotherapisti og sérfræðingur í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody og EMDR meðferðaraðili. Chris rekur sína eigin ráðgjafastofu í London, heldur námskeið víða um Evrópu auk þess að kenna og þjálfa meðferðaraðila. Nánari upplýsingar: 

http://www.chrisjohn.london

Gyða Dröfn Tryggvadóttir, lýðheilsufræðingur EMPH. Gyða Dröfn er sérfræðingur í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody og dáleiðslutæknir. Hún hefur iðkað Zen hugleiðslu í 20 ár undir handleiðslu Zen meistarans Kwong Roshi. Gyða Dröfn starfar sem ráðgjafi hjá Heilum heimi, kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar.

​Nánari upplýsingar og skráning:
heillheimur@heillheimur.is s. 697 4545
​​

Picture
Heill heimur  
heillheimur@heillheimur.is
​Vallakór 4, 203 Kópavogur
​Sími 697 4545

  • Heill heimur
  • Ráðgjöf
  • Um mig
  • Námskeið
  • Fyrirlestrar
  • Greinar
  • Hafa samband