Hugleiðsla er boð um að taka eftir takmörkunum okkar og láta ekki ótta og von leiða okkur af braut. Gegnum hugleiðslu getum við séð skýrt hvað er að gerast með hugsanir okkar og tilfinningar og við getum líka sleppt af þeim takinu. Það sem er hvetjandi við hugleiðslu, er að jafnvel þótt við lokum, þá getum við ekki lengur gert það í fávísi. Við sjáum skýrt að við erum að loka. Það í sjálfu sér varpar ljósi á myrkur fávísinnar. Við verðum fær um að taka eftir hvernig við hlaupum í felur og höldum okkur uppteknum svo við þurfum aldrei að opna hjarta okkar upp á gátt. Við verðum líka fær um að sjá hvernig við getum opnað og gefið eftir.
- Pema Chödron
- Pema Chödron
Andráin
Það var sólríkur dagur í sveitinni, heiðskýr himinn og sólin átti greiðan aðgang inn um stóra glugga sumarhússins. Sólin lýsti einnig upp hjarta mitt og ég tók létt dansspor á meðan ég undirbjó morgunverðinn minn. Ég fann fyrir mikilli gleði og fylltist þakklæti fyrir lífið og þetta dásamlega sólríka andartak sem það færði mér. Ég opnaði út á verönd, andaði að mér gróðurilminum og heyrði að fuglarnir voru að syngja sitt ljúfasta lag. Mig langaði allt í einu að deila þssari dýrð með einhverjum og eins og sannri nútímamanneskju sæmir greip ég símann minn og sendi vinkonu minni skilaboð um að ég væri stödd í paradís.
Meira
Meira