Hver hugar að þinni heilsu kona góð?
Skráning á ráðstefnuna er í gegnum fésbókarsíðuna Hver hugar að þinni heilsu kona góð? : https://www.facebook.com/events/2033116433667821/
Bandalag kvenna í Reykjavík, BKR í samvinnu við Heilsuborg og SidekickHealth stendur fyrir ráðstefnu um heilsu kvenna, laugardaginn 20. október 2018 í Bratta, sal HÍ við Stakkahlíð.
Á ráðstefnunni verður athyglinni beint að heilsu kvenna og er markmið hennar að hvetja konur á öllum aldri að huga vel að eigin heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Fjallað verður m.a. um hvernig hægt er að viðhalda góðri heilsu og fyrirbyggja heilsubrest en einnig hvernig hægt er að snúa við óheillavænlegri þróun með lífsstílsbreytingum.
Aðalfyrirlesari er Erla Gerður Sveinsdóttir læknir, lýðheilsufræðingur og einn eiganda Heilsuborgar. Hún fjallar um hvernig hægt er að flétta heilsueflingu inn í dagsins önn þar sem allir hornsteinar góðrar heilsu, hreyfing, næring, svefn og hugarró fá sitt vægi. Hverju þarf að huga að til að viðhalda góðri heilsu og hvaða skref eru heillavænleg ef lífsstílsbreytinga er þörf?
Hreyfing – áhrifaríkari en lyf?
Tryggvi Þorgeirsson læknir, lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri Sidekick Health, fjallar um hreyfingu sem mikilvægan þátt í heilsueflingu. Hefur það t.d. önnur áhrif að hreyfa sig úti í náttúrunni en inni í tækjasal? Getur hreyfing verið áhrifaríkari en lyfjameðferð við langvinnum kvillum? Hvaða áhrif hefur það ef við njótum hreyfingarinnar? Getum við haft áhrif á venjur annarra í okkar nærumhverfi, svo sem fjölskyldu og vina?
Streita – vinur í raun?
Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir fjallar um áhrif streitu á líf okkar, bæði jákvæð og neikvæð. Margvísleg heilsufarsvandamál, bæði andleg og líkamleg, eru vel þekktar afleiðingar langvarandi streitu en hins vegar er margt sem við getum sjálf gert til að takast betur á við áskoranir lífsins og þar með þolað álagið betur og náð jafnvægi í lífsstíl. Við viljum stjórna streitunni en ekki leyfa henni að stjórna okkur.
Maturinn í innkaupakerrunni – ástarfæði?
Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur á Heilsustofnun NLlFÍ í Hveragerði fjallar um mikilvægi góðrar næringar til að fyrirbyggja sjúkdóma og efla heilsu.
Að njóta lífsins þrátt fyrir erfiða fortíð.
Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Blátt áfram, fjallar um afleiðingar áfalla í æsku. Hún ræðir bæði andlega og líkamlega heilsu kvenna vegna sálrænna áfalla. Einnig hvaða leiðir konur hafa til að njóta lífsins, þrátt fyrir erfiða fortíð.
Þori, get og vil!
Sólveig Sigurðardóttir lífsstílsbloggari, sem heldur úti hinni vinsælu fésbókarsíðu Lífsstíll Sólveigar, deilir eigin reynslu en líf hennar tók algjörum stakkaskiptum er hún breytti um lífsstíl fyrir 6 árum síðan.
Bandalag kvenna í Reykjavík, BKR í samvinnu við Heilsuborg og SidekickHealth stendur fyrir ráðstefnu um heilsu kvenna, laugardaginn 20. október 2018 í Bratta, sal HÍ við Stakkahlíð.
Á ráðstefnunni verður athyglinni beint að heilsu kvenna og er markmið hennar að hvetja konur á öllum aldri að huga vel að eigin heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Fjallað verður m.a. um hvernig hægt er að viðhalda góðri heilsu og fyrirbyggja heilsubrest en einnig hvernig hægt er að snúa við óheillavænlegri þróun með lífsstílsbreytingum.
Aðalfyrirlesari er Erla Gerður Sveinsdóttir læknir, lýðheilsufræðingur og einn eiganda Heilsuborgar. Hún fjallar um hvernig hægt er að flétta heilsueflingu inn í dagsins önn þar sem allir hornsteinar góðrar heilsu, hreyfing, næring, svefn og hugarró fá sitt vægi. Hverju þarf að huga að til að viðhalda góðri heilsu og hvaða skref eru heillavænleg ef lífsstílsbreytinga er þörf?
Hreyfing – áhrifaríkari en lyf?
Tryggvi Þorgeirsson læknir, lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri Sidekick Health, fjallar um hreyfingu sem mikilvægan þátt í heilsueflingu. Hefur það t.d. önnur áhrif að hreyfa sig úti í náttúrunni en inni í tækjasal? Getur hreyfing verið áhrifaríkari en lyfjameðferð við langvinnum kvillum? Hvaða áhrif hefur það ef við njótum hreyfingarinnar? Getum við haft áhrif á venjur annarra í okkar nærumhverfi, svo sem fjölskyldu og vina?
Streita – vinur í raun?
Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir fjallar um áhrif streitu á líf okkar, bæði jákvæð og neikvæð. Margvísleg heilsufarsvandamál, bæði andleg og líkamleg, eru vel þekktar afleiðingar langvarandi streitu en hins vegar er margt sem við getum sjálf gert til að takast betur á við áskoranir lífsins og þar með þolað álagið betur og náð jafnvægi í lífsstíl. Við viljum stjórna streitunni en ekki leyfa henni að stjórna okkur.
Maturinn í innkaupakerrunni – ástarfæði?
Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur á Heilsustofnun NLlFÍ í Hveragerði fjallar um mikilvægi góðrar næringar til að fyrirbyggja sjúkdóma og efla heilsu.
Að njóta lífsins þrátt fyrir erfiða fortíð.
Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Blátt áfram, fjallar um afleiðingar áfalla í æsku. Hún ræðir bæði andlega og líkamlega heilsu kvenna vegna sálrænna áfalla. Einnig hvaða leiðir konur hafa til að njóta lífsins, þrátt fyrir erfiða fortíð.
Þori, get og vil!
Sólveig Sigurðardóttir lífsstílsbloggari, sem heldur úti hinni vinsælu fésbókarsíðu Lífsstíll Sólveigar, deilir eigin reynslu en líf hennar tók algjörum stakkaskiptum er hún breytti um lífsstíl fyrir 6 árum síðan.