• Heill heimur
  • Ráðgjöf - PIT meðferð
  • Um mig
  • Námskeið
  • Á döfinni
  • Fyrirlestrar
  • Greinar
  • Hafa samband
  Heill heimur

það sem ég vildi sagt hafa...

Að finna lífið

9/25/2017

 
Picture
​Fyrir nokkrum árum sat ég á kaffihúsi í Róm einn fallegan vetrarmorgun.
​Ég sat hugsi og starði út í loftið þegar ég tók eftir eldri hjónum koma inn. Þau leiddust og ég tók eftir því þegar þau gengu framhjá mér að konan var orðin nokkuð fótalúin en eiginmaðurinn studdi vel við hana, hjálpaði henni að setjast og koma sér þægilega fyrir. Síðan trítlaði hann að afgreiðsluborðinu og birtist skömmu síðar með ítalskan árbít - kaffi og cornetto. Ég fann að augu mín fylltust af tárum við það eitt að fylgjast með þeim. Áhrifunum sem þetta hafði á mig er erfitt að lýsa. Ég held að ég hefði ekki tekið eftir þessu sérstaklega áður en ég byrjaði að iðka hugleiðslu reglulega og æfa mig í að halda vakandi athygli. Lífið er fullt af svona augnablikum en við æðum áfram, upptekin af því að vera upptekin og tökum ekki eftir því sem er raunverulega að gerast inni í okkur og beint fyrir framan augun á okkur. Ég hef svo oft ætt áfram án þess að staldra við og leyfa hlutunum að hafa sinn gang. Ætt á móti straumnum í stað þess að leyfa mér að fljóta með honum og upplifa samferðafólk mitt með opnum augum og einlægu hjarta.  Það gerði ég hins vegar þennan vetrarmorgun á kaffihúsinu og sat allt í einu með augun full af tárum og snortið hjarta. 


Comments are closed.

    Eldra

    October 2017
    September 2017

    RSS Feed

Picture
Heill heimur  
heillheimur@heillheimur.is
Vallakór 4, 201 Kópavogur
​​​Sími 697 4545

  • Heill heimur
  • Ráðgjöf - PIT meðferð
  • Um mig
  • Námskeið
  • Á döfinni
  • Fyrirlestrar
  • Greinar
  • Hafa samband